Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast. Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast.
Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira