Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast. Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast.
Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira