Í afsagnarbréfi sem Jakob skrifar undir segir að síðastliðinn fimmtudag hafi komið upp atvik í gleðskap á vegum bankans þar hann hafi drukkið of mikið áfengi og farið yfir strikið í samskiptum sínum við starfsmenn og viðskiptavini.

Jakob var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi 9. mars 2017.
Hann var ráðinn lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til fimm ára 1. júlí í fyrra.