Kennir svefnpillum um rasískt tíst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:25 Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. vísir/getty Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á. Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á.
Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24