Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 21:59 Dagur B. Eggertsson er bjartsýnn á viðræður flokkanna fjögurra. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55