Kjúklingarækt Brasilíu í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 23:34 Brasilía er einn af heimsins stærstu útflytjendum kjúklings. Vísir/Getty Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins. Brasilía Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins.
Brasilía Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira