Fólkið fyrst Edda Hermannsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Edda Hermannsdóttir Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun