Íslenskir óperuhöfundar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 17:45 Hugi (t.v.) og Daníel (t.h.) eru tilnefndir fyrir óperuverk. Daníel Bjarnason/Dagur Sigurðsson Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira