Oddvitaáskorunin: Gekk hálfrakaður um sinn fyrsta vinnudag Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2018 15:00 Njörður og meðframbjóðendur hans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Njörður Sigurðsson leiðir lista bæjarmálafélagsins Okkar Hveragerði í sveitarstjórnarkosningunum. Njörður er 44 ára sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Hann starfar sem sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann er kvæntur Kolbrúnu Vilhjálmsdóttur, kennara og námsráðgjafa við Grunnskólann í Hveragerði, og eiga þau saman þrjú börn, Daníel 18 ára, Jónínu 14 ára og Sólrúnu 9 ára. Njörður er uppalinn í Hveragerði og hefur búið þar alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann flutti úr bænum til að mennta sig. Meðfram starfi sínu á Þjóðskjalasafni og í bæjarstjórn hefur Njörður jafnframt farið með hópa í sögugöngur og söguferðir um Hveragerði og komið upp söguskiltum í samstarfi við Hveragerðisbæ. Helstu stefnumál Okkar Hveragerðis er að efla atvinnu í Hveragerði en mjög margir íbúar sækja vinnu út fyrir bæinn. Það er grundvallaratriði í að efla alla þjónustu bæjarins og tekjur að gera átak í atvinnumálum. Þá leggur Okkar Hveragerði sérstaka áherslu á að efla íbúalýðræði, gagnsæi og samráð við íbúa um mál sem koma til kasta bæjaryfirvalda. Í því samhengi ætlum við að leita til íbúa um hvað skuli vera á Friðarstaðalandinu sem Hveragerðisbær eignaðist nýlega og vinna út frá þeim hugmyndum framtíðaruppbyggingu landsins. Þá ætlum við að leggja til stofnframlag í leiguhúsnæðisfélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða til að tryggja tekjulágum öruggt og gott húsnæði í bænum. Einnig er mikilvægt að bæjaryfirvöld komi meira til móts við barnafjölskyldur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunnar. Okkar Hveragerði ætlar að koma á einu gjaldi fyrir íþróttir barna að 10 ára aldri óháð hversu margar íþróttir þau stunda. Einnig að hækka frístundastyrkinn fyrir börn sem eru 10 ára og eldri og stunda íþróttir og þá sem stunda aðrar tómstundir, s.s. tónlist, skáta o.s.frv. Markmið Okkar Hveragerðis er einfalt; að gera góðan bæ enn betri.Njörður Sigurðsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hveragerði er fallegast staðurinn á Íslandi að öðrum ólöstuðum. Vestfirðir eru líka náttúruperla.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Eyrarbakki er fallegur og vinalegur staður og gæti ég alveg hugsað mér að búa þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn er góður hamborgari, þar sameinar þú allt sem er gott, kjöt, brauð, grænmeti, ost og sósu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er bestur í að baka pizzu enda vann ég sem pizzabakari á Pizza 67 í Hveragerði sumarið 1995. Pizza var eini maturinn sem ég gerði á heimilinu þar til við kynntumst Eldum rétt. Nú elda ég mat oft í viku eins og meistarakokkur.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I Swear með strákabandinu All 4 One. Ég veit að þetta er ekki mjög hart.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef gert ýmislegt vandræðalegt í gegnum tíðina, dottið klaufalega fyrir framan fólk og svona. Það var vandræðalegt þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að raka bartann öðrum meginn fyrsta daginn minn í nýrri vinnu eftir að ég kláraði háskólapróf. Þannig að þennan fyrsta dag gekk ég um nýja vinnustaðinn hálfrakaður og tók ekki eftir því fyrr en um kvöldið að ég kom heim.Draumaferðalagið? Mig langar mikið að ferðast um Suður Ameríku. Ég fór til Mexíkóborgar á síðasta ári og fannst þetta skemmtilegur menningarheimur sem ég væri til í að kynnast betur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Einu sinni vann ég sumarvinnu á litlum traktor í görðunum á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Það var frábært veður og ég sá að félagi minn í fótboltanum var að vinna eitthvað ofan í holræsi í miðri götu rétt hjá mér. Ég dreif mig á traktornum og fyllti skófluna af ísköldu vatni, líklega 100-200 lítrar. Ég keyrði svo að holræsinu þar sem félaginn var ofan í og sturtaði öllu vatninu ofan í holræsið. Hann kom upp úr nokkrum sekúndum seinna rennandi blautur og ekki mjög hress en allir vinnufélagar hans lágu á jörðinni í hláturskasti. Ég held að hann sé búinn að fyrirgefa mér þetta.Hundar eða kettir? Bæði. Fjölskyldan á hund sem heitir Kolur og kött sem heitir Stefán og fagnar hann 14 ára afmæli um þessar mundir. Þess má til gamans geta að félagi minn sem heitir Stefán skírði köttinn sinn Njörð til að hafa samræmi á þessu.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Veggfóður, sá hana fyrst sem unglingur og það er eitthvað við hana sem dregur mann að henni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Damian Lewis ætti að leika mig, hann er rauðhærður eins og ég. Svo er hann frábær leikari.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég væri ekki í House of Stark, fjölskylda sem hefur það mottó að fara varlega, Winter is Coming.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir ofan hraðan akstur. Síðast þegar ég var 19 ára.Uppáhalds tónlistarmaður? Uppáhalds hljómsveitin er þýska eðalmetalbandið Scorpions. Ég er búinn að hlusta á þá í 30 ár og nú í júní fer ég á tónleika með þeim og Megadeath í London í fyrsta skipti. Ég hlakka mikið til en konan vildi ekki fara með mér, hún ætlar að sjá rauðhærðan mann syngja á sama tíma sem heitir Ed Sheran.Uppáhalds bókin? Sú bók sem ég hef lesið oftast er líklega Bróðir minn ljónshjarta, bæði fyrir mig og börnin. Ég var svo heppinn fyrir nokkrum árum að ég fékk að blaða í frumhandriti bókarinnar á Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi þar sem handritið er varðveitt. Það var alveg magnað og nær kemst maður ekki Astrid Lindgren.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Góður og kaldur bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Eitthvað mjög feitt, t.d. sveittur hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Litarhaft mitt þolir ekki mikla sól og því kýs ég frekar að fara í menninguna. Borgarferðir eru í miklu uppáhaldi.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Two Princes með Spin Doctors og Why Can´t This Be Love með Van Halen.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Hveragerði er heimsins besti staður en það má alltaf bæta. Eitt sem væri mjög auðvelt að bæta er að koma upp fleiri ruslatunnum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Aron Einar Gunnarsson, fyrirliðinn sjálfur. Ég er þó langt í frá eins hæfileikaríkur og hann í boltanum en var þó sjálfur fyrirliði Hamars í Hveragerði fyrir rúmum 20 árum en árangur liðsins var nú ekki sérstakur á þeim árum. Mín helstu vandræði í fyrirliðastarfinu var að halda fyrirliðabandinu á upphandleggnum því þeir voru svo mjóir á þeim tíma (það var áður en fyrirliðaböndin voru með frönskum rennilás). Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Hveragerði Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Njörður Sigurðsson leiðir lista bæjarmálafélagsins Okkar Hveragerði í sveitarstjórnarkosningunum. Njörður er 44 ára sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Hann starfar sem sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann er kvæntur Kolbrúnu Vilhjálmsdóttur, kennara og námsráðgjafa við Grunnskólann í Hveragerði, og eiga þau saman þrjú börn, Daníel 18 ára, Jónínu 14 ára og Sólrúnu 9 ára. Njörður er uppalinn í Hveragerði og hefur búið þar alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann flutti úr bænum til að mennta sig. Meðfram starfi sínu á Þjóðskjalasafni og í bæjarstjórn hefur Njörður jafnframt farið með hópa í sögugöngur og söguferðir um Hveragerði og komið upp söguskiltum í samstarfi við Hveragerðisbæ. Helstu stefnumál Okkar Hveragerðis er að efla atvinnu í Hveragerði en mjög margir íbúar sækja vinnu út fyrir bæinn. Það er grundvallaratriði í að efla alla þjónustu bæjarins og tekjur að gera átak í atvinnumálum. Þá leggur Okkar Hveragerði sérstaka áherslu á að efla íbúalýðræði, gagnsæi og samráð við íbúa um mál sem koma til kasta bæjaryfirvalda. Í því samhengi ætlum við að leita til íbúa um hvað skuli vera á Friðarstaðalandinu sem Hveragerðisbær eignaðist nýlega og vinna út frá þeim hugmyndum framtíðaruppbyggingu landsins. Þá ætlum við að leggja til stofnframlag í leiguhúsnæðisfélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða til að tryggja tekjulágum öruggt og gott húsnæði í bænum. Einnig er mikilvægt að bæjaryfirvöld komi meira til móts við barnafjölskyldur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunnar. Okkar Hveragerði ætlar að koma á einu gjaldi fyrir íþróttir barna að 10 ára aldri óháð hversu margar íþróttir þau stunda. Einnig að hækka frístundastyrkinn fyrir börn sem eru 10 ára og eldri og stunda íþróttir og þá sem stunda aðrar tómstundir, s.s. tónlist, skáta o.s.frv. Markmið Okkar Hveragerðis er einfalt; að gera góðan bæ enn betri.Njörður Sigurðsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hveragerði er fallegast staðurinn á Íslandi að öðrum ólöstuðum. Vestfirðir eru líka náttúruperla.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Eyrarbakki er fallegur og vinalegur staður og gæti ég alveg hugsað mér að búa þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn er góður hamborgari, þar sameinar þú allt sem er gott, kjöt, brauð, grænmeti, ost og sósu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er bestur í að baka pizzu enda vann ég sem pizzabakari á Pizza 67 í Hveragerði sumarið 1995. Pizza var eini maturinn sem ég gerði á heimilinu þar til við kynntumst Eldum rétt. Nú elda ég mat oft í viku eins og meistarakokkur.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I Swear með strákabandinu All 4 One. Ég veit að þetta er ekki mjög hart.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef gert ýmislegt vandræðalegt í gegnum tíðina, dottið klaufalega fyrir framan fólk og svona. Það var vandræðalegt þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að raka bartann öðrum meginn fyrsta daginn minn í nýrri vinnu eftir að ég kláraði háskólapróf. Þannig að þennan fyrsta dag gekk ég um nýja vinnustaðinn hálfrakaður og tók ekki eftir því fyrr en um kvöldið að ég kom heim.Draumaferðalagið? Mig langar mikið að ferðast um Suður Ameríku. Ég fór til Mexíkóborgar á síðasta ári og fannst þetta skemmtilegur menningarheimur sem ég væri til í að kynnast betur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Einu sinni vann ég sumarvinnu á litlum traktor í görðunum á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Það var frábært veður og ég sá að félagi minn í fótboltanum var að vinna eitthvað ofan í holræsi í miðri götu rétt hjá mér. Ég dreif mig á traktornum og fyllti skófluna af ísköldu vatni, líklega 100-200 lítrar. Ég keyrði svo að holræsinu þar sem félaginn var ofan í og sturtaði öllu vatninu ofan í holræsið. Hann kom upp úr nokkrum sekúndum seinna rennandi blautur og ekki mjög hress en allir vinnufélagar hans lágu á jörðinni í hláturskasti. Ég held að hann sé búinn að fyrirgefa mér þetta.Hundar eða kettir? Bæði. Fjölskyldan á hund sem heitir Kolur og kött sem heitir Stefán og fagnar hann 14 ára afmæli um þessar mundir. Þess má til gamans geta að félagi minn sem heitir Stefán skírði köttinn sinn Njörð til að hafa samræmi á þessu.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Veggfóður, sá hana fyrst sem unglingur og það er eitthvað við hana sem dregur mann að henni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Damian Lewis ætti að leika mig, hann er rauðhærður eins og ég. Svo er hann frábær leikari.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég væri ekki í House of Stark, fjölskylda sem hefur það mottó að fara varlega, Winter is Coming.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir ofan hraðan akstur. Síðast þegar ég var 19 ára.Uppáhalds tónlistarmaður? Uppáhalds hljómsveitin er þýska eðalmetalbandið Scorpions. Ég er búinn að hlusta á þá í 30 ár og nú í júní fer ég á tónleika með þeim og Megadeath í London í fyrsta skipti. Ég hlakka mikið til en konan vildi ekki fara með mér, hún ætlar að sjá rauðhærðan mann syngja á sama tíma sem heitir Ed Sheran.Uppáhalds bókin? Sú bók sem ég hef lesið oftast er líklega Bróðir minn ljónshjarta, bæði fyrir mig og börnin. Ég var svo heppinn fyrir nokkrum árum að ég fékk að blaða í frumhandriti bókarinnar á Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi þar sem handritið er varðveitt. Það var alveg magnað og nær kemst maður ekki Astrid Lindgren.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Góður og kaldur bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Eitthvað mjög feitt, t.d. sveittur hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Litarhaft mitt þolir ekki mikla sól og því kýs ég frekar að fara í menninguna. Borgarferðir eru í miklu uppáhaldi.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Two Princes með Spin Doctors og Why Can´t This Be Love með Van Halen.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Hveragerði er heimsins besti staður en það má alltaf bæta. Eitt sem væri mjög auðvelt að bæta er að koma upp fleiri ruslatunnum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Aron Einar Gunnarsson, fyrirliðinn sjálfur. Ég er þó langt í frá eins hæfileikaríkur og hann í boltanum en var þó sjálfur fyrirliði Hamars í Hveragerði fyrir rúmum 20 árum en árangur liðsins var nú ekki sérstakur á þeim árum. Mín helstu vandræði í fyrirliðastarfinu var að halda fyrirliðabandinu á upphandleggnum því þeir voru svo mjóir á þeim tíma (það var áður en fyrirliðaböndin voru með frönskum rennilás). Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Hveragerði Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira