Fótbolti

Greiningarhornið: Galinn varnarleikur hjá KR-ingum

Einar Sigurvinsson skrifar
Í Greiningarhorni Pepsi-markanna fer Freyr Alexandersson ofan í saumana á ákveðnum leikjum deildarinnar, en í spilaranum hér fyrir ofan má sjá leikgreiningu hans á leik KR og Breiðabliks.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en eins og sjá má í innslaginu fengu Blikar þó nokkur tækifæri til þess að vinna leikinn.

„En svo galin varnarleikur hjá KR-ingum. Þrír leikmenn sogast að Gísla, Willum les leikinn vel. Morten Beck verndar ekki hjartað og Willum refsar fyrir það,“ sagði Freyr þegar hann fór yfir mark Willums Þórs Willumssonar, sem komum Blikum yfir í leiknum.

„Þetta er besta byrjun Blika síðan þeir urðu meistarar árið 2010, við megum ekki gleyma því,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna þegar stjórnandi þáttarins, Hörður Magnússon, spurði hvort frammistaða liðsins kæmi á óvart.

„Þetta byrjar afskaplega við fyrir þá og eins og Freyr segir þá eru þeir miklu sterkari varnarlega en þeir hafa verið undanfarin ár. Með styrkingunni í [Jonathan] Hendrickx eru Blikarnir komnir með gríðarlega þéttann pakka,“ bætti Gunnar við.

„Af því að þú nefnir Hendrickx, Davíð [Kristján Ólafsson] er búinn að bæta varnarleikinn sinn gríðarlega. Ég tók til dæmis saman tölfræðina fyrir þessa umferð, hann var búinn að vinna öll skallaeinvígi sem hann hafði farið í á mótinu,“ sagði Freyr að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×