Leggja línurnar fyrir Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2018 05:37 Frá fundi Moon Jae-In og Donald Trumo í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Vísir/Afp Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00