Allt sem þú þarft að vita fyrir kosningarnar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. maí 2018 09:00 Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Vísir/Hjalti Kosið verður til sveitarstjórna á morgun, laugardaginn 26. maí. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta þó ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þann 5. maí 2018. Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Þar af eru 124.207 konur og 123.818 karlar. Erlendir ríkisborgarar á kjörskrárstofni, Norðurlandabúar búsettir hér á landi í 3 ár eða lengur og ríkisborgarar annarra landa búsettir hér á landi í 5 ár eða lengur, eru alls 11.680. Erlendir karlar eru heldur fleiri eða 6.050 og erlendar konur 5.630. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér.Hvernig áttu að kjósa? Mikilvægt er að mæta á réttan kjörstað og í rétta kjördeild. Hér er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Framvísa þarf gildum skilríkjum á kjörstað, svo sem vegabréfi eða ökuskírteini. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Alls eru 198 framboðslistar á kjörseðlum um allt land. Hér má nálgast skjal með lista yfir öll framboð eftir sveitarfélögum í stafrófsröð. Á vef dómsmálaráðuneytisins má svo nálgast alla framboðslistana eftir sveitarfélögum og sjá hverjir eru á lista. Þegar kjörstaðir loka Þegar kjörstaðir loka þarf svo að sjálfsögðu að telja atkvæðin. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum má búast við að fyrstu tölur berist strax upp úr klukkan 22 annað kvöld. Talning tekur lengstan tíma í Reykjavík þar sem flestir eru á kjörskrá og má búast við að hún dragist fram eftir nóttu. Á Vísi og Stöð 2 verður aukafréttatími klukkan 12 á morgun og kosningasjónvarp fréttastofunnar hefst klukkan 22, þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Útsendingin stendur eitthvað fram eftir nóttu og þá verður fylgst ítarlega með talningunni hér á Vísi og greint frá öllu því helsta sem kemur fram. Á sunnudag verður aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 10 og þá verður bein útsending frá þættinum Sprengisandi þar sem Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti. Þá verður ítarleg umfjöllun allan daginn hér á Vísi um niðurstöður kosninganna um land allt. Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórna á morgun, laugardaginn 26. maí. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta þó ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þann 5. maí 2018. Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Þar af eru 124.207 konur og 123.818 karlar. Erlendir ríkisborgarar á kjörskrárstofni, Norðurlandabúar búsettir hér á landi í 3 ár eða lengur og ríkisborgarar annarra landa búsettir hér á landi í 5 ár eða lengur, eru alls 11.680. Erlendir karlar eru heldur fleiri eða 6.050 og erlendar konur 5.630. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér.Hvernig áttu að kjósa? Mikilvægt er að mæta á réttan kjörstað og í rétta kjördeild. Hér er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Framvísa þarf gildum skilríkjum á kjörstað, svo sem vegabréfi eða ökuskírteini. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Alls eru 198 framboðslistar á kjörseðlum um allt land. Hér má nálgast skjal með lista yfir öll framboð eftir sveitarfélögum í stafrófsröð. Á vef dómsmálaráðuneytisins má svo nálgast alla framboðslistana eftir sveitarfélögum og sjá hverjir eru á lista. Þegar kjörstaðir loka Þegar kjörstaðir loka þarf svo að sjálfsögðu að telja atkvæðin. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum má búast við að fyrstu tölur berist strax upp úr klukkan 22 annað kvöld. Talning tekur lengstan tíma í Reykjavík þar sem flestir eru á kjörskrá og má búast við að hún dragist fram eftir nóttu. Á Vísi og Stöð 2 verður aukafréttatími klukkan 12 á morgun og kosningasjónvarp fréttastofunnar hefst klukkan 22, þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Útsendingin stendur eitthvað fram eftir nóttu og þá verður fylgst ítarlega með talningunni hér á Vísi og greint frá öllu því helsta sem kemur fram. Á sunnudag verður aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 10 og þá verður bein útsending frá þættinum Sprengisandi þar sem Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti. Þá verður ítarleg umfjöllun allan daginn hér á Vísi um niðurstöður kosninganna um land allt.
Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent