Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon. Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon.
Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira