Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 20:15 Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira