Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 20:15 Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira