Dómsmálaráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við ábendingum um spillingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:14 Dómsmálaráðherra segir að ýmsar úrbætur hafi veri gerðar eftir úttektir á spillingu hér á landi en hún sé hverfandi. Formaður Gagnsæis segir umtalsverða spillingu á lægri stigum og að litlar betrumbætur hafi farið fram. Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins fundaði í Hörpu í dag og meðal efna var málstofa undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu þar sem fjalla var um framfylgd Íslands á tilmælum úr fjórðu úttekt Greco samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að nú þegar sé búið að gera úrbætur á mörgu af því sem bent var á. „Við höfum tekið margt af þessum ábendingum til greina nú þegar. Alþingi hefur t.d. sett sér siðareglur. Og nú er forsætisnefnd Alþingis með til skoðunar hvort það þurfi að breyta einhverjum reglum sem lúta að hagsmunaskráningu þingmanna. Sú vinna er í gangi og það er í samræmi við það sem Greco hefur verið að benda á,“ segir Sigríður.Formaður Gagnsæis á annarri skoðun Jón Ólafsson formaður stýrihóps forsætisráðuneytisins um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu og formaður Gagnsæis segir hins vegar að lítið hafi áunnist í að laga það sem bent var á í Greco skýrslunni. „Það stendur ennþá á íslensk yfirvöld að fara eftir ráðleggingunum sem koma fram íþessum skýrslum. Bæði hefur ekki öllum ráðleggingum verið fylgt sem komu fram í fjórðu úttektinni árið 2013 og þeirri fimmtu sem kom út í vor en þar voru 18 ábendingar. En ég á von áþví að það verði tekið hraustlega á því á næstu mánuðum,“ segir Jón Þór. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir að hér sé ekki stórfelld spilling sé hún engu að síður til staðar. „Ég held við séum dálítið aftarlega á merinni. Flest lönd sem við berum okkur saman við hafa betri reglur og skýrari viðmið og hafa gert betur í þessu en við,“ segir Jón Þór. Sigríður A. Andersen dómsmálaráðherra bendir á að í úttekt Greco hafi komið fram að spilling sé afar lítil hér á landi. „Greco bendir sérstaklega áþað að spilling hér á landi sé hverfandi,“ segir Sigríður. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ýmsar úrbætur hafi veri gerðar eftir úttektir á spillingu hér á landi en hún sé hverfandi. Formaður Gagnsæis segir umtalsverða spillingu á lægri stigum og að litlar betrumbætur hafi farið fram. Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins fundaði í Hörpu í dag og meðal efna var málstofa undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu þar sem fjalla var um framfylgd Íslands á tilmælum úr fjórðu úttekt Greco samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að nú þegar sé búið að gera úrbætur á mörgu af því sem bent var á. „Við höfum tekið margt af þessum ábendingum til greina nú þegar. Alþingi hefur t.d. sett sér siðareglur. Og nú er forsætisnefnd Alþingis með til skoðunar hvort það þurfi að breyta einhverjum reglum sem lúta að hagsmunaskráningu þingmanna. Sú vinna er í gangi og það er í samræmi við það sem Greco hefur verið að benda á,“ segir Sigríður.Formaður Gagnsæis á annarri skoðun Jón Ólafsson formaður stýrihóps forsætisráðuneytisins um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu og formaður Gagnsæis segir hins vegar að lítið hafi áunnist í að laga það sem bent var á í Greco skýrslunni. „Það stendur ennþá á íslensk yfirvöld að fara eftir ráðleggingunum sem koma fram íþessum skýrslum. Bæði hefur ekki öllum ráðleggingum verið fylgt sem komu fram í fjórðu úttektinni árið 2013 og þeirri fimmtu sem kom út í vor en þar voru 18 ábendingar. En ég á von áþví að það verði tekið hraustlega á því á næstu mánuðum,“ segir Jón Þór. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir að hér sé ekki stórfelld spilling sé hún engu að síður til staðar. „Ég held við séum dálítið aftarlega á merinni. Flest lönd sem við berum okkur saman við hafa betri reglur og skýrari viðmið og hafa gert betur í þessu en við,“ segir Jón Þór. Sigríður A. Andersen dómsmálaráðherra bendir á að í úttekt Greco hafi komið fram að spilling sé afar lítil hér á landi. „Greco bendir sérstaklega áþað að spilling hér á landi sé hverfandi,“ segir Sigríður.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira