„Samgönguás“ varð að „Borgarlínu“ á síðasta fundi bæjarstjórnar Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 22:44 Það var ýmislegt gert á síðasta fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Vísir/Daníel Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00
Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09