Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Alden Ehrenreich, hinn ungi Han Solo, má vel við una þar sem sá gamli, Harrison Ford, hrósar honum í hástert fyrir frammistöðuna í Solo. Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm. Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm.
Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira