Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2018 12:32 Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum. Vísir Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland! Kosningar 2018 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland!
Kosningar 2018 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira