„Ég var ekkert lengi þannig að jafna mig á þessu tapi en auðvitað var þetta ömurlegt. Þetta var eins og þetta var. Maður fer bara aftur í gymmið og það er langt síðan ég hætti að velta mér eitthvað frekar upp úr þessu,“ segir Gunnar í Búrinu, sem er UFC-þáttur Stöðvar 2 Sports, en Gunnar vill þó ólmur fá að svara fyrir sig eftir allt augnapotið sem hann fékk síðast frá Argentínumanninum.
„Ég væri auðvitað mikið til í að fá annan séns á að taka í þennan skratta þarna. Mig hefur sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern eins og Santiago. Ég get alveg sagt þér það. Þegar ég horfði aftur á bardagann þá sá ég hvað hafði gerst og hversu oft hann potaði í augun á mér. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta hefði verið viljandi sem gefur augaleið.“
Búrið er á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.