Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður Kópavogs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 17:00 Stefán Hilmarsson er einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri. Hér sést hann á tónleikum árið 1993 með hljómsveitinni Pláhnetan. vísir/hmr Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira