Sendiherra Ísraels kvartar undan "ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 19:00 Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Vísir/Getty Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39