Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf 25. maí 2018 07:00 Hugmyndin um sorpbrennslustöðina er sótt til Noregs. B&W Ný fullkomin sorpbrennslustöð á Vestfjörðum myndi ekki aðeins draga stórlega úr urðun óflokkaðs sorps heldur líka mæta nánast allri orkuþörf svæðisins að mati Braga Más Valgeirssonar vélfræðings, sem hefur kynnt slíkar hugmyndir fyrir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Hann hefur unnið að þessu verkefni undanfarið eitt og hálft ár ásamt þeim Stefáni Guðsteinssyni skipatæknifræðingi og Júlíusi Sólnes, verkfræðingi og fv. umhverfisráðherra. „Ég fékk hugmyndina þegar ég vann í svona sorpbrennslustöð í Noregi 2013-2016. Síðan þá hef ég viðað að mér gögnum og kynnt mér þetta mjög vel,“ segir Bragi. Hugmyndir Braga og félaga ganga út á stöð sem gæti brennt 80-100 þúsund tonnum af sorpi á ári og framleitt um leið 7,5 MW af raforku og 23 MW af hitaorku. Fullkomnar mengunarvarnir og hreinsibúnaður eiga að tryggja að loft- og lyktarmengun verður nánast engin. „Markmiðið er að taka við öllu sorpi af landsbyggðinni sem annars færi í urðun og eitthvað frá Sorpu. Þetta er gríðarlega þarft verkefni og í raun borðleggjandi dæmi,“ segir Bragi. Hann segir ljóst að aðgerða sé þörf til að ná markmiðum um að minnka hlutfall þess úrgangs sem sé urðaður. „Það er hins vegar ekkert verið að gera í þessum málum. Við erum með allt niðrum okkur.“ Sorpið yrði flutt í gámum sjóleiðina og myndu þær siglingar einnig nýtast til almennra flutninga. Heildarkostnaður við verkefnið er talinn nema um 16 milljörðum króna. Þá er reiknað með að um fimmtán störf skapist með tilkomu stöðvarinnar auk afleiddra starfa. Bragi telur að stöðin geti verið komin í gagnið tveimur og hálfu ári eftir að skrifað væri undir samninga. Hann segir það vonbrigði hve lengi stjórnsýslan sé að taka við sér. „Hlutirnir gerast hægt í opinbera kerfinu en menn eru þó að vakna.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar, segir að eigi verkefnið að verða að veruleika þurfi fyrst að afla því fylgis meðal íbúa á svæðinu. „Þótt háhitabruni eigi ekki að skila mengun er fólk samt brennt af fyrri reynslu.“ Þar er hann að vísa í málefni sorpbrennslustöðvarinnar Funa í Skutulsfirði en stöðinni var lokað í ársbyrjun 2011 eftir að upp kom díoxínmengun. „Það er engin framtíð í því að halda áfram að urða úrgang. Við erum alltaf að bæta flokkun og auka moltugerð en samt er verið að keyra allt sorp héðan suður í Borgarfjörð sem skemmir vegina.“ Málið sé hins vegar skammt á veg komið og huga þurfi að mörgum þáttum. Hugmyndin sé engu að síður algerlega raunhæf. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segist hafa fengið óformlega kynningu á verkefninu en það hafi ekki verið kynnt fyrir kjörnum fulltrúum ennþá. „Þetta er áhugavert verkefni en mörgum spurningum er ósvarað og of snemmt að segja nokkuð um framhaldið,“ segir Jón Páll. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ný fullkomin sorpbrennslustöð á Vestfjörðum myndi ekki aðeins draga stórlega úr urðun óflokkaðs sorps heldur líka mæta nánast allri orkuþörf svæðisins að mati Braga Más Valgeirssonar vélfræðings, sem hefur kynnt slíkar hugmyndir fyrir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Hann hefur unnið að þessu verkefni undanfarið eitt og hálft ár ásamt þeim Stefáni Guðsteinssyni skipatæknifræðingi og Júlíusi Sólnes, verkfræðingi og fv. umhverfisráðherra. „Ég fékk hugmyndina þegar ég vann í svona sorpbrennslustöð í Noregi 2013-2016. Síðan þá hef ég viðað að mér gögnum og kynnt mér þetta mjög vel,“ segir Bragi. Hugmyndir Braga og félaga ganga út á stöð sem gæti brennt 80-100 þúsund tonnum af sorpi á ári og framleitt um leið 7,5 MW af raforku og 23 MW af hitaorku. Fullkomnar mengunarvarnir og hreinsibúnaður eiga að tryggja að loft- og lyktarmengun verður nánast engin. „Markmiðið er að taka við öllu sorpi af landsbyggðinni sem annars færi í urðun og eitthvað frá Sorpu. Þetta er gríðarlega þarft verkefni og í raun borðleggjandi dæmi,“ segir Bragi. Hann segir ljóst að aðgerða sé þörf til að ná markmiðum um að minnka hlutfall þess úrgangs sem sé urðaður. „Það er hins vegar ekkert verið að gera í þessum málum. Við erum með allt niðrum okkur.“ Sorpið yrði flutt í gámum sjóleiðina og myndu þær siglingar einnig nýtast til almennra flutninga. Heildarkostnaður við verkefnið er talinn nema um 16 milljörðum króna. Þá er reiknað með að um fimmtán störf skapist með tilkomu stöðvarinnar auk afleiddra starfa. Bragi telur að stöðin geti verið komin í gagnið tveimur og hálfu ári eftir að skrifað væri undir samninga. Hann segir það vonbrigði hve lengi stjórnsýslan sé að taka við sér. „Hlutirnir gerast hægt í opinbera kerfinu en menn eru þó að vakna.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar, segir að eigi verkefnið að verða að veruleika þurfi fyrst að afla því fylgis meðal íbúa á svæðinu. „Þótt háhitabruni eigi ekki að skila mengun er fólk samt brennt af fyrri reynslu.“ Þar er hann að vísa í málefni sorpbrennslustöðvarinnar Funa í Skutulsfirði en stöðinni var lokað í ársbyrjun 2011 eftir að upp kom díoxínmengun. „Það er engin framtíð í því að halda áfram að urða úrgang. Við erum alltaf að bæta flokkun og auka moltugerð en samt er verið að keyra allt sorp héðan suður í Borgarfjörð sem skemmir vegina.“ Málið sé hins vegar skammt á veg komið og huga þurfi að mörgum þáttum. Hugmyndin sé engu að síður algerlega raunhæf. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segist hafa fengið óformlega kynningu á verkefninu en það hafi ekki verið kynnt fyrir kjörnum fulltrúum ennþá. „Þetta er áhugavert verkefni en mörgum spurningum er ósvarað og of snemmt að segja nokkuð um framhaldið,“ segir Jón Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00