Í úttekt Allianz Global Assistance kemur fram að vinsældir Reykjavíkur hafi aukist mikið í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Þannig hafi Reykjavík verið 17 vinsælasti áfangastaðurinn í fyrra og í 28 sæti árið 2015, en er sem fyrr segir í þriðja sæti í ár.
Rannsókn Allianz byggir á tölum frá nokkrum vinsælum bókunarsíðum um keyptar ferðir frá bandarískum flugvöllum á tímabilinu 28. maí til 3. september.
Allianz rekur vinsældir Reykavíkjur til lægra fargjalds, fallegrar náttúru og litríkra húsa höfuðborgarinnar sem hefur svo skilað sér í fallegum myndum á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir umræðuna um mikinn ferðamannafjölda og vangaveltur um hvort skuli takmarka fjölda þeirra, þá halda vinsældir Reykjavíkur áfram að aukast,“ er haft eftir Allianz á vef Travel Weekly.
Tíu vinsælustu borgirnar samkvæmt Allianz eru eftirfarandi:
- Lundúnir
- París
- Reykjavík
- Róm
- Amsterdam
- Dyflinni
- Barcelona
- Aþena
- Madríd
- Frankfurt