Áfram jafnrétti! Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir og Ragna Sigurðardóttir og Ellen Calmon skrifa 25. maí 2018 11:41 Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Sabine Leskopf Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun