Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2018 23:09 Hér sjást þau Sigríður Hagalín og Einar Þorsteinsson til vinstri sem stjórnuðu kappræðum á RÚV í kvöld. Gunnar Smári, til hægri, er afar ósáttur við spurningu Einars til frambjóðanda Sósíalistaflokksins. RÚV/Vísir Forystumenn flokka sem bjóða fram í Reykjavíkurborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á morgun tókust á í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Þar vakti athygli spurning sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, beindi til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Einar spurði Sönnu hvort þeir sem ætla sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti Einari á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Ítrekaði spurninguna Einar tók hins vegar fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Einar benti á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Sanna, oddviti Sósíalista, í kappræðum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.Vísir/VilhelmSagðist berjast fyrir fátæku fólki Áfram ítrekaði Einar spurninguna, hvort fólk gæti treyst sósíalískum flokki sem væri með mann í brúnni sem hefði skilið starfsfólk eftir launalaust. „Hann er ekki formaðurinn, ég er oddvitinn. Ég er kona sem hef upplifað fátækt á eigin skinni. Ég þekki þetta. Ég berst fyrir því og allt annað fólk á lista. Hann er ekki einu sinni í framboði. Þannig að við erum upprisa hinna verst settu fyrir bættum kjörum. Við erum að koma fram með þessar raddir okkar í þessa umræðu og við ætlum að taka völdin, við ætlum að setjast við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Fólkið sem upplifir óréttlæti samfélagsins, það er að rísa upp og það er það sem framboðið okkar byggir á,“ sagði Sanna. Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir sagði Sönnu hafa svarað þessari spurningu afar vel og vildi meina að hún hefði pakkað Einari snyrtilega saman og þar að auki svarið Gunnar Smára rækilega af sér. Sanna pakkaði Einari svo snyrtilega saman og sór Smára svo rækilega af sér. Mjög skemmtilegt. Bíð samt spennt eftir langlokureiðipósti GSE.— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) May 25, 2018 Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sagði Sönnu hafa vissulega svarað vel en þótti fullmikið að segja að hún hafi pakkað Einari saman.Hún svaraði vissulega vel (dró athyglina að sér) en það er fullmikið að segja að hún hafi pakkað honum saman.— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) May 25, 2018 Bæði biðu þau spennt eftir viðbrögðum frá Gunnari Smára sjálfum sem lét ekki bíða lengi eftir sér. Hann sagði Sönnu hafa flengt Einar Þorsteinsson og kallaði fréttamanninn spyril Sjálfstæðisflokksins. Vill Gunnar meina að Einar hafi reynt að fara í kosningabaráttu gegn sér og lýkur svo máli sínu með því að segja: „Hvílíkur drullusokkur þessi drengur,“ skrifar Gunnar Smári. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir Sönnu hafa svarað þessari spurningu vel en vill ekki meina að spurningin hafi ekki átt rétt á sér. „Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal,“ skrifar Andrés. Jú jú Sanna svaraði þessu vel en Einar Þorsteins er ekki þar með sagt réttnefndur sem forneskjuleg karlremba. Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal :)— Andres Jonsson (@andresjons) May 25, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Sjá meira
Forystumenn flokka sem bjóða fram í Reykjavíkurborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á morgun tókust á í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Þar vakti athygli spurning sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, beindi til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Einar spurði Sönnu hvort þeir sem ætla sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti Einari á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Ítrekaði spurninguna Einar tók hins vegar fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Einar benti á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Sanna, oddviti Sósíalista, í kappræðum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.Vísir/VilhelmSagðist berjast fyrir fátæku fólki Áfram ítrekaði Einar spurninguna, hvort fólk gæti treyst sósíalískum flokki sem væri með mann í brúnni sem hefði skilið starfsfólk eftir launalaust. „Hann er ekki formaðurinn, ég er oddvitinn. Ég er kona sem hef upplifað fátækt á eigin skinni. Ég þekki þetta. Ég berst fyrir því og allt annað fólk á lista. Hann er ekki einu sinni í framboði. Þannig að við erum upprisa hinna verst settu fyrir bættum kjörum. Við erum að koma fram með þessar raddir okkar í þessa umræðu og við ætlum að taka völdin, við ætlum að setjast við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Fólkið sem upplifir óréttlæti samfélagsins, það er að rísa upp og það er það sem framboðið okkar byggir á,“ sagði Sanna. Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir sagði Sönnu hafa svarað þessari spurningu afar vel og vildi meina að hún hefði pakkað Einari snyrtilega saman og þar að auki svarið Gunnar Smára rækilega af sér. Sanna pakkaði Einari svo snyrtilega saman og sór Smára svo rækilega af sér. Mjög skemmtilegt. Bíð samt spennt eftir langlokureiðipósti GSE.— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) May 25, 2018 Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sagði Sönnu hafa vissulega svarað vel en þótti fullmikið að segja að hún hafi pakkað Einari saman.Hún svaraði vissulega vel (dró athyglina að sér) en það er fullmikið að segja að hún hafi pakkað honum saman.— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) May 25, 2018 Bæði biðu þau spennt eftir viðbrögðum frá Gunnari Smára sjálfum sem lét ekki bíða lengi eftir sér. Hann sagði Sönnu hafa flengt Einar Þorsteinsson og kallaði fréttamanninn spyril Sjálfstæðisflokksins. Vill Gunnar meina að Einar hafi reynt að fara í kosningabaráttu gegn sér og lýkur svo máli sínu með því að segja: „Hvílíkur drullusokkur þessi drengur,“ skrifar Gunnar Smári. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir Sönnu hafa svarað þessari spurningu vel en vill ekki meina að spurningin hafi ekki átt rétt á sér. „Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal,“ skrifar Andrés. Jú jú Sanna svaraði þessu vel en Einar Þorsteins er ekki þar með sagt réttnefndur sem forneskjuleg karlremba. Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal :)— Andres Jonsson (@andresjons) May 25, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Sjá meira
Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29