Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:45 Niðurstaðan virðist afgerandi. Vísir/AP Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018 Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018
Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38
Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00