„Ég er mjög þakklátur fyrir að við skulum halda fimm mönnum,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli samkvæmt fyrstu tölum í Kópavogi með 36,5% atkvæða en flokkurinn fékk 39,3% fyrir fjórum árum.
Ármann segir flokkinn hafa stefnt á að halda fimm mönnum.
„Það virðist vera í höfn,“ segir Ármann og vísar til þess að næsti maður inn í ellefu manna bæjarstjórn er Jón Finnbogason, af lista Sjálfstæðisflokksins.
„Ég vona að þetta verði endanlega niðurstaða en við verðum að sjá hvað nóttin ber í skauti sér. Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur.“
Samkvæmt fyrstu tölum fær Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn kjörna, Viðreisn og Samfylking fá tvo menn kjörna. Framsókn og Píratar fá einn mann inn. 8.325 atkvæði hafa verið talin en 25.790 eru á kjörskrá.
Allar nýjustu upplýsingar má sjá í Kosningavakt Vísis og kosningasjónvarpi Stöðvar 2.
Ármann mjög þakklátur og sáttur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
