Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 10:00 Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03
Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27