Gleði og sorg eftir viðburðaríka kosninganótt í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:50 Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn eftir nóttina með tíu borgarfulltrúa af tuttugu og þremur. Átta framboð náðu inn fulltrúa, þar af fjögur sem buðu fram í fyrsta sinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík í fyrsta sinn í tólf ár. Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum allt frá fyrstu tölum, en flokkurinn fékk tæplega 31% atkvæða og átta kjörna fulltrúa undir forystu oddvitans Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, sem skipaði annað sæti. „Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Hildur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.VG var um tíma með tvo fulltrúa en tapaði miklu fylgi frá því 2014 og endaði með einn.vísir/VilhelmNæststærst var Samfylkingin sem leiðir núverandi meirihluta með tæplega 26% atkvæða og sjö kjörna fulltrúa. Oddvitinn og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var brattur þegar hann ávarpaði samflokksmenn eftir fyrstu tölur í nótt. „Við skulum vera upplitsdjörf og bjartsýn, sjá hvað nóttin ber í skauti sér og takast svo á við stöðuna eins og hún verður þá,“ sagði Dagur. Nóttin bar þó fyrst og fremst vonbrigði í skauti sér, enda tapaði flokkurinn talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Viðreisn, sem bauð fram í borginni í fyrsta sinn, náði aftur á móti inn tveimur mönnum með ríflega átta prósent greiddra atkvæða. Segja má að flokkurinn sé í oddastöðu í myndun meirihluta, en annar maður á lista vildi þó ekki gefa upp hvert flokkurinn hallaðist á kosningavökunni í nótt.Jóhanna Bryndís, Helga Jóhanna og Kristín skemmtu sér konunglega á kosningavöku Viðreisnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna.Vísir/Rakel Ósk„Þetta er þannig að við erum trú stefnunni okkar. Það var fólk sem kaus okkur út af þessari stefnu. Það er á okkar ábyrgð að finna pólitískar leiðir til að þessi stefna nái fram að ganga að sem stærstum hluta,“ sagði Pawel Bartoszek í nótt. Píratar bættu við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum og náðu inn tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar náðu inn einum manni hver, en stærstur þeirra var hinn nýlega stofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. „Ég vil bara þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn og baráttuna. Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum saman og rísum upp gegn óréttlætinu,“ sagði oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar hún ávarpaði salinn á kosningavöku flokksins. Miðflokkurinn var þriðja nýja framboðið sem náði inn fulltrúa með 6,1% atkvæða undir forystu Vigdísar Hauksdóttur.Vigdís Hauksdóttir verður borgarfulltrúi fyrir Miðflokk.Vísir/Erla Björg„Við erum að fá menn úti um allt land, en ég er bara svo metnaðarfull sjálf að ég hefði viljað fá tvo. Ég trúi því að þeir liggi í kössunum niðri í Laugardal og bara spái því,“ sagði Vigdís. Sú spá rættist ekki, en Vigdís komst inn ein fulltrúa flokksins. Staða Vinstri grænna sveiflaðist nokkuð í nótt, en eftir fyrstu tölur mældist flokkurinn með tvo fulltrúa inni.Samfylkingin tapaði fylgi og fær sjö borgarfulltrúa.Vísir/Rakel Ósk„Við höfum skynjað mikinn meðbyr og höfum verið að hitta fólk og tala við fólk í borginni. Okkar málflutningi hefur verið vel tekið svo þetta eru gleðifréttir,“ sagði frambjóðandinn Elín Oddný Sigurðardóttir eftir fyrstu tölur. Það voru þó engar gleðifréttir sem biðu í lok nætur, en Elín Oddný sem skipaði annað sæti listans endaði úti. Niðurstaðan nokkuð fylgistap flokksins frá síðustu kosningum. Síðastur til að ná inn manni var svo Flokkur fólksins, með 4,3 prósent greiddra atkvæða og einn fulltrúa – en aðrir sátu eftir úti í kuldanum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn eftir nóttina með tíu borgarfulltrúa af tuttugu og þremur. Átta framboð náðu inn fulltrúa, þar af fjögur sem buðu fram í fyrsta sinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík í fyrsta sinn í tólf ár. Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum allt frá fyrstu tölum, en flokkurinn fékk tæplega 31% atkvæða og átta kjörna fulltrúa undir forystu oddvitans Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, sem skipaði annað sæti. „Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Hildur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.VG var um tíma með tvo fulltrúa en tapaði miklu fylgi frá því 2014 og endaði með einn.vísir/VilhelmNæststærst var Samfylkingin sem leiðir núverandi meirihluta með tæplega 26% atkvæða og sjö kjörna fulltrúa. Oddvitinn og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var brattur þegar hann ávarpaði samflokksmenn eftir fyrstu tölur í nótt. „Við skulum vera upplitsdjörf og bjartsýn, sjá hvað nóttin ber í skauti sér og takast svo á við stöðuna eins og hún verður þá,“ sagði Dagur. Nóttin bar þó fyrst og fremst vonbrigði í skauti sér, enda tapaði flokkurinn talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Viðreisn, sem bauð fram í borginni í fyrsta sinn, náði aftur á móti inn tveimur mönnum með ríflega átta prósent greiddra atkvæða. Segja má að flokkurinn sé í oddastöðu í myndun meirihluta, en annar maður á lista vildi þó ekki gefa upp hvert flokkurinn hallaðist á kosningavökunni í nótt.Jóhanna Bryndís, Helga Jóhanna og Kristín skemmtu sér konunglega á kosningavöku Viðreisnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna.Vísir/Rakel Ósk„Þetta er þannig að við erum trú stefnunni okkar. Það var fólk sem kaus okkur út af þessari stefnu. Það er á okkar ábyrgð að finna pólitískar leiðir til að þessi stefna nái fram að ganga að sem stærstum hluta,“ sagði Pawel Bartoszek í nótt. Píratar bættu við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum og náðu inn tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar náðu inn einum manni hver, en stærstur þeirra var hinn nýlega stofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. „Ég vil bara þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn og baráttuna. Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum saman og rísum upp gegn óréttlætinu,“ sagði oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar hún ávarpaði salinn á kosningavöku flokksins. Miðflokkurinn var þriðja nýja framboðið sem náði inn fulltrúa með 6,1% atkvæða undir forystu Vigdísar Hauksdóttur.Vigdís Hauksdóttir verður borgarfulltrúi fyrir Miðflokk.Vísir/Erla Björg„Við erum að fá menn úti um allt land, en ég er bara svo metnaðarfull sjálf að ég hefði viljað fá tvo. Ég trúi því að þeir liggi í kössunum niðri í Laugardal og bara spái því,“ sagði Vigdís. Sú spá rættist ekki, en Vigdís komst inn ein fulltrúa flokksins. Staða Vinstri grænna sveiflaðist nokkuð í nótt, en eftir fyrstu tölur mældist flokkurinn með tvo fulltrúa inni.Samfylkingin tapaði fylgi og fær sjö borgarfulltrúa.Vísir/Rakel Ósk„Við höfum skynjað mikinn meðbyr og höfum verið að hitta fólk og tala við fólk í borginni. Okkar málflutningi hefur verið vel tekið svo þetta eru gleðifréttir,“ sagði frambjóðandinn Elín Oddný Sigurðardóttir eftir fyrstu tölur. Það voru þó engar gleðifréttir sem biðu í lok nætur, en Elín Oddný sem skipaði annað sæti listans endaði úti. Niðurstaðan nokkuð fylgistap flokksins frá síðustu kosningum. Síðastur til að ná inn manni var svo Flokkur fólksins, með 4,3 prósent greiddra atkvæða og einn fulltrúa – en aðrir sátu eftir úti í kuldanum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15