Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 13:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kemur ný inn í borgarstjórn en Viðreisn náði tvemiur fulltrúum inn í fyrstu tilraun. Vísir/Vilhelm Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15