Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:51 Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03