Gerð nýrra laga hefst í vikunni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. Vísir/getty Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45