Vinnumat fellt út og 150 þúsund króna eingreiðsla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. maí 2018 14:03 Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50