„Hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2018 15:30 Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu. Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00
Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30
Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50
Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30