Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:15 Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira