Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 19:23 Frá oddvitaumræðum um helgina. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Kosningar 2018 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Kosningar 2018 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira