Aðalfundur Framsýnar samþykkti vantraust á forseta ASÍ Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 23:03 Frá aðalfundi Framsýnar á Húsavík í kvöld. Vísir/GVA Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins. Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins.
Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51