Framsókn á Ísafirði ræðir meirihluta með Sjálfstæðisflokki Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:04 Frá Ísafirði. vísir/einar Þrjú framboð voru í boði í Ísafjarðarbæ Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Í-listi sem var einn í meirihluta á síðasta kjörtímabili en hann er myndaður af fólki úr ólíkum áttum en þó meira á félagshyggju vængnum. Gísli Halldór Halldórsson var bæjarstjóri Í-listans. Í-listinn tapaði hins vegar fylgi í kosningunum á laugardag, fékk fjóra kjörna og missti meirihlutann. En níu sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá og Framsóknarflokkurinn tvo og því ræðst næsti meirihluti af því með hverjum framsóknarmenn vilja vinna. Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti framsóknarmanna í bænum segir að ákveðið hafi verið í morgun að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Já við ætlum að hefja viðræður við D-lista Sjálfstæðisflokks. Það var ákveðið á fundi hjá okkur að fara þá leiðina.”Er einhver ein ástæða fyrir að þið ákveðið það í stað þess að ræða við Í-listann? „Það er ekki mikill málefnaágreiningur á milli þessara lista en þetta var bara niðurstaðan. Þetta er mjög álíka og þess vegna tókum við þennan tíma sem við erum búin að taka. Vegna þess að það er ekki margt sem greinir á milli,” segir Marzellíus. Hins vegar telji hann að það hafi verið ákall um breytingar í kosningunum um helgina. Marzellíus segir meirihlutaviðræðurnar ekki þurfa að taka langan tíma. „Þær gætu orðið stuttar. En við ætlum að halda fund í kvöld og maður getur metið stöðuna betur eftir fyrsta fundinn,” segir Marzellíus Sveinbjörnsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þrjú framboð voru í boði í Ísafjarðarbæ Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Í-listi sem var einn í meirihluta á síðasta kjörtímabili en hann er myndaður af fólki úr ólíkum áttum en þó meira á félagshyggju vængnum. Gísli Halldór Halldórsson var bæjarstjóri Í-listans. Í-listinn tapaði hins vegar fylgi í kosningunum á laugardag, fékk fjóra kjörna og missti meirihlutann. En níu sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá og Framsóknarflokkurinn tvo og því ræðst næsti meirihluti af því með hverjum framsóknarmenn vilja vinna. Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti framsóknarmanna í bænum segir að ákveðið hafi verið í morgun að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Já við ætlum að hefja viðræður við D-lista Sjálfstæðisflokks. Það var ákveðið á fundi hjá okkur að fara þá leiðina.”Er einhver ein ástæða fyrir að þið ákveðið það í stað þess að ræða við Í-listann? „Það er ekki mikill málefnaágreiningur á milli þessara lista en þetta var bara niðurstaðan. Þetta er mjög álíka og þess vegna tókum við þennan tíma sem við erum búin að taka. Vegna þess að það er ekki margt sem greinir á milli,” segir Marzellíus. Hins vegar telji hann að það hafi verið ákall um breytingar í kosningunum um helgina. Marzellíus segir meirihlutaviðræðurnar ekki þurfa að taka langan tíma. „Þær gætu orðið stuttar. En við ætlum að halda fund í kvöld og maður getur metið stöðuna betur eftir fyrsta fundinn,” segir Marzellíus Sveinbjörnsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30