Tenniskonur eru alla jafna í stuttum pilsum en Serena mætti í flottum heilgalla með bleikri rönd um mittið. Klæðnaður sem hefur ekki sést áður en aðdáendur hennar elsku gallann.
Þessi galli er ekki enn til sölu hjá Nike en líklegt má telja að hann verði kominn þangað áður en langt um líður.

Serena var að spila við Krystinu Pliskova í dag og þurfti að hafa fyrir sigrinum.
Hún er augljóslega enn ryðguð og það tók hana 51 mínútu að vinna fyrsta settið, 7-6. Hún þurfti líka að hafa fyrir seinna settinu en marði það, 6-4. Hún fagnaði gríðarlega enda að stíga erfitt skref í rétta átt.
Síðasta risamót Serenu var í Ástralíu í janúar árið 2017. Þá var hún gengin átta vikur en náði samt að vinna mótið. Ótrúleg íþróttakona.