Þrír leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld. Breiðablik jafnaði Þór/KA að stigum á toppi deildarinnar en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Grindavík lyfti sér upp úr fallsætinu og Stjarnan hafði betur gegn HK/Víkingi.
Breiðablik mætti KR í Vesturbænum og það tók Öglu Maríu Albertsdóttur aðeins tuttugu mínútur að koma Blikum yfir. Frábært skot upp í hægra hornið sem var óverjandi fyrir Hrafnhildi Agnarsdóttur í markinu.
Gestirnir úr Kópavogi héldu áfram að sækja en náðu ekki að bæta við og staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt sókn Blika áfram og þær uppskáru á 84. mínútu þegar Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði upp úr hornspyrnu Öglu Maríu.
Í Kórnum tóku nýliðar HK/Víkings á móti Stjörnunni. Eina mark leiksins kom seint í fyrri hálfleik þegar Birna Jóhannsdóttir skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur. Fyrsta mark hinnar ungu Birnu í sumar.
Þrátt fyrir stórsókn Stjörnunnar þar sem HK/Víkingur bjargaði meðal annars þrisvar á marklínu á stuttum tíma undir lokin kom ekki annað mark í leikinn, 1-0 sigur staðreynd.
Grindavík og Selfoss gerðu jafntefli suður með sjó og lyfti Grindavík sér upp af botni deildarinnar í áttunda sætið.
Breiðablik með fullt hús eftir sigur á KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn