Handbolti

Rhein Neckar Löwen sigraði Magdeburg │ Bjarki Már skoraði þrjú fyrir Füchse Berlin

Einar Sigurvinsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. vísir/getty
Nýkringdir bikarmeistarar í Rhein Neckar Löwen styrktu stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Magdeburg með fimm marka mun, 34-29, í dag.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Ljónin auk þess að gefa þrjár stoðsendingar.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Füchse Berlin sem hafði betur gegn Wetzlar, 31-26. Füchse Berlin hafði yfirhöndina allan leikinn en staðan í hálfleik var 16-14 fyrir Berlínarliðinu. Füchse Berlin situr í 4. sæti deiladarinnar.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel töpuðu fyrir Flensburg með fjórum mörkum. Flensburg, sem situr í 2. sæti deildarinnar, hafði góð tök á leiknum en liðið var með fimm marka forystu í hálfleikinn. Kiel situr í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Füchse Berlin, en Berlínarliðið á tvo leiki til góða.

Göppingen vann átta marka sigur á Gummersbach, 24-16. Göppingen völtuðu yfir Gummersbach í síðari hálfleik en aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, 12-11.

Úrslit dagsins:

RN Löwen - Magdeburg Petersson  34-29

Wetzlar - Füchse Berlin  26-31

Kiel - Flensburg  25-29

Göppingen - Gummersbach  24-16

Lübbecke - Leipzig  17-22




Fleiri fréttir

Sjá meira


×