Kynferðisbrotin í sumarbústað, bíl og heimili barna en mest á heimili fulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 16:03 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag og neitar stuðningsfulltrúinn sök. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent