Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/Veðurstofa Íslands Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira