Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2018 18:45 Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Vísir Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Sjá meira
Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Sjá meira