Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 14:46 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er oddviti framboðsins Borgin okkar - Reykjavík. Vísir / Baldur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og efsti maður á lista Borgarinnar okkar - Reykjavík, leggur til að úthlutun lóðar undir mosku Félags múslima á Íslandi við Suðurlandsbraut 76 verði afturkölluð. Meirihlutinn í borginni samþykkti á fundi sínum í september 2013 að veita Félagi múslima á Íslandi lóðina án endurgreiðslu. Borgarfulltrúinn vakti mikla athygli á málinu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga fyrir fjórum árum en hún var þá í framboði fyrir Framsókn. Virtist sem málið næði til almennings en Framsókn bætti fylgi sitt töluvert í aðdraganda kosninga á náði tveimur fulltrúum í borgarstjórn.Mætti ekki mismuna trúfélögum Minnir Sveinbjörg enn á að Kistnisjóður geri aðeins ráð fyrir ókeypis lóðum undir kirkjur Þjóðkirkjunnar. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísuðu aftur á móti til þess árið 2013 að ekki mætti mismuna trúfélögum. „Öll trúfélög yrðu að sitja við sama borð. Komið hefur í ljós að það voru aðeins hentistefnurök því meiri hlutinn hefur nú hafnað því að Hjálræðisherinn fái sömu undanþágu frá sköttum og gjöldum og Félag múslima á Íslandi,“ segir í greinargerð Sveinbjargar Birnu. Hún bendir á að engar framkvæmdir séu hafnar á lóðinni sem sé forsendubrestur. Sömuleiðis hafi fjármögnun gengið illa og ekkert bendi til þess að hún takist. „Félagið múslima á Íslandi stóð fyrir söfnun til að byggja moskuna. Þegar kvittur fór af stað um að Sádí-Arabar hyggðust fjármagna moskuna lýsti Salmann Tamimi formaður félagsins því yfir að engir fjármunir hefðu borist frá Sádum vegna bygginarinnar og að félagsmenn hans myndu einfaldlega leggja til það fé sem þyrfti. Á árinu 2016 hóf félagið opinbera söfnun til að fjármagna byggingu moskunnar. Alls bárust fjárframlög frá 19 aðilum og nam samanlögð fjárhæð þeirra 740 bandaríkjadölum. Þegar þetta er ritað eru engar framkvæmdir hafnar á lóðinni,“ segir í greinargerðinni.Vill samtal við eldri borgara Sveinbjörg Birna, sem býður fram undir merkjum Borgin okkar - Reykjavík í kosningunum 26. maí, leggur tillöguna fyrir borgarstjórn á morgun. Vill hún að borgin fari í samtal við hagsmunasamtök eldri borgara um uppbyggingu á lóðinni.Greinargerð Sveinbjargar Birnu má sjá í heild hér að neðan. Borgarstjórn 15. maí 2018 Tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um afturköllun á úthlutun lóðar við Suðurlandsbraut 76. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að afturkalla lóðarhlutun borgarráðs á lóð við Suðurlandsbraut 76 merkt nr S3 í samræmi við reglur stjórnsýslulaga og hefji að henni lokinni samtal við hagsmunasamtök eldri borgara um uppbyggingu á lóðinni. Greinargerð: Á fundi borgarráðs 19. september 2013 ákváðu fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Besta flokksins að úthluta Félagi múslima á Íslandi ókeypis lóð undir mosku í Sogamýri við Suðurlandsbraut 76, merkt S3 á skipulagsuppdrætti. Félag múslima á Íslandi var ekki krafið um nein gjöld af lóðinni. Lög um Kristnisjóð gera aðeins ráð fyrir að sveitarfélög úthluti ókeypis lóðum undir kirkjur Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg var því óskylt og reyndar óheimilt að gefa lóðina. Fulltrúar meiri hlutans í borgarráði vísuðu hins vegar til þess að ekki mætti mismuna trúfélögum. Öll trúfélög yrðu að sitja við sama borð. Komið hefur í ljós að það voru aðeins hentistefnurök því meiri hlutinn hefur nú hafnað því að Hjálræðisherinn fái sömu undanþágu frá sköttum og gjöldum og Félag múslima á Íslandi. Af viðbrögðum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynduðu meiri hluta eftir síðustu kosningar var ljóst að lóðin yrði ekki afturkölluð á grundvelli þeirra sjónarmiða sem ég tefldi fram síðast. Nú eru hins vegar liðin tæp fimm ár án þess að nokkrar framkvæmdir séu hafnar. Því til viðbótar liggur nú fyrir að allar tilraunir Félags múslima á Íslandi til að fjármagna byggingu moskunnar hafa runnið út í sandinn. Félagið múslima á Íslandi stóð fyrir söfnun til að byggja moskuna. Þegar kvittur fór af stað um að Sádí-Arabar hyggðust fjármagna moskuna lýsti Salmann Tamimi formaður félagsins því yfir að engir fjármunir hefðu borist frá Sádum vegna bygginarinnar og að félagsmenn hans myndu einfaldlega leggja til það fé sem þyrfti. Á árinu 2016 hóf félagið opinbera söfnun til að fjármagna byggingu moskunnar. Alls bárust fjárframlög frá 19 aðilum og nam samanlögð fjárhæð þeirra 740 bandaríkjadölum. Þegar þetta er ritað eru engar framkvæmdir hafnar á lóðinni. Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns. Jafnframt er ljóst að borgaryfirvöld hafa engan áhuga á að moska verði reist fyrir slíkt fjármagn enda fylgja því jafnan ákveðin skilyrði. Þannig hafa víða verið settar reglur í nágrannalöndum okkar til að koma í veg fyrir að erlent fjármagn, þar á meðal frá Sádí-Arabíu, sé notað til að byggja moskur. Jafnframt hafa erlend yfirvöld gripið til aðgerða til að takmarka áhrif Sádí-Arabíu við stjórn slíkra moska. Fyrir á þessu ári bönnuðu yfirvöld í Belgíu afskipti Sádí-Araba af starfsemi Stórmoskunnar í Brussel. Því miður hafa þeir flokkar sem sitja nú á Alþingi hins vegar ekki haft dug í sér til að leggja fram frumvarp sem bannar fjármögnun og afskipti af þessum toga. Eina ráðið er því að afturkalla lóðarúthlutunina. Eftirfarandi rök eru fyrir afturkölluninni. Í fyrsta lagi var lóðarúthlutunin ólögmæt og ekki hægt að byggja hana á lögum um Kristnisjóð. Í öðru lagi hafa engar framkvæmdir verið hafnar á lóðinni þrátt fyrir að tæplega 5 ár eru liðin frá úthlutuninni, en samkvæmt almennum lóða- og framkvæmdaskilmálum, sem m.a. gilda um lóðir til trúfélaga, er kveðið á um eftirtalda framkvæmdafresti, a) undirstöðu og plata skulu steypt innan þriggja ára, b) hús skal vera fokhelt innan fjögurra ára, c) hús skal vera fullfrágengið að utan innan fimm ára og d) yfirborgð lóðar og frágangur við lóðarmörk skal lokið innan sex ára. Ljóst er að skilyrði, a, b og c hafa ekki verið uppfyllt. Í þriðja lagi liggur fyrir að ekki hefur tekist að fjármagna bygginguna hérlendis. Ég tel því að forsendur fyrir lóðarúthlutuninni séu brostnar. Ég legg því til að borgarstjórn fylgi eftir þeirri stefnu sem viðhöfð hefur verið um að framkvæmdir af þessum toga verði að hefjast innan þriggja ára ella sé lóðarúthlutunin afturkölluð, sjónarmið um aðstæður varðandi lóðarafturkallanir eftir hrun eiga ekki við nú á einum mesta hagvaxtaskeiði á landinu og borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og efsti maður á lista Borgarinnar okkar - Reykjavík, leggur til að úthlutun lóðar undir mosku Félags múslima á Íslandi við Suðurlandsbraut 76 verði afturkölluð. Meirihlutinn í borginni samþykkti á fundi sínum í september 2013 að veita Félagi múslima á Íslandi lóðina án endurgreiðslu. Borgarfulltrúinn vakti mikla athygli á málinu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga fyrir fjórum árum en hún var þá í framboði fyrir Framsókn. Virtist sem málið næði til almennings en Framsókn bætti fylgi sitt töluvert í aðdraganda kosninga á náði tveimur fulltrúum í borgarstjórn.Mætti ekki mismuna trúfélögum Minnir Sveinbjörg enn á að Kistnisjóður geri aðeins ráð fyrir ókeypis lóðum undir kirkjur Þjóðkirkjunnar. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísuðu aftur á móti til þess árið 2013 að ekki mætti mismuna trúfélögum. „Öll trúfélög yrðu að sitja við sama borð. Komið hefur í ljós að það voru aðeins hentistefnurök því meiri hlutinn hefur nú hafnað því að Hjálræðisherinn fái sömu undanþágu frá sköttum og gjöldum og Félag múslima á Íslandi,“ segir í greinargerð Sveinbjargar Birnu. Hún bendir á að engar framkvæmdir séu hafnar á lóðinni sem sé forsendubrestur. Sömuleiðis hafi fjármögnun gengið illa og ekkert bendi til þess að hún takist. „Félagið múslima á Íslandi stóð fyrir söfnun til að byggja moskuna. Þegar kvittur fór af stað um að Sádí-Arabar hyggðust fjármagna moskuna lýsti Salmann Tamimi formaður félagsins því yfir að engir fjármunir hefðu borist frá Sádum vegna bygginarinnar og að félagsmenn hans myndu einfaldlega leggja til það fé sem þyrfti. Á árinu 2016 hóf félagið opinbera söfnun til að fjármagna byggingu moskunnar. Alls bárust fjárframlög frá 19 aðilum og nam samanlögð fjárhæð þeirra 740 bandaríkjadölum. Þegar þetta er ritað eru engar framkvæmdir hafnar á lóðinni,“ segir í greinargerðinni.Vill samtal við eldri borgara Sveinbjörg Birna, sem býður fram undir merkjum Borgin okkar - Reykjavík í kosningunum 26. maí, leggur tillöguna fyrir borgarstjórn á morgun. Vill hún að borgin fari í samtal við hagsmunasamtök eldri borgara um uppbyggingu á lóðinni.Greinargerð Sveinbjargar Birnu má sjá í heild hér að neðan. Borgarstjórn 15. maí 2018 Tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um afturköllun á úthlutun lóðar við Suðurlandsbraut 76. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að afturkalla lóðarhlutun borgarráðs á lóð við Suðurlandsbraut 76 merkt nr S3 í samræmi við reglur stjórnsýslulaga og hefji að henni lokinni samtal við hagsmunasamtök eldri borgara um uppbyggingu á lóðinni. Greinargerð: Á fundi borgarráðs 19. september 2013 ákváðu fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Besta flokksins að úthluta Félagi múslima á Íslandi ókeypis lóð undir mosku í Sogamýri við Suðurlandsbraut 76, merkt S3 á skipulagsuppdrætti. Félag múslima á Íslandi var ekki krafið um nein gjöld af lóðinni. Lög um Kristnisjóð gera aðeins ráð fyrir að sveitarfélög úthluti ókeypis lóðum undir kirkjur Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg var því óskylt og reyndar óheimilt að gefa lóðina. Fulltrúar meiri hlutans í borgarráði vísuðu hins vegar til þess að ekki mætti mismuna trúfélögum. Öll trúfélög yrðu að sitja við sama borð. Komið hefur í ljós að það voru aðeins hentistefnurök því meiri hlutinn hefur nú hafnað því að Hjálræðisherinn fái sömu undanþágu frá sköttum og gjöldum og Félag múslima á Íslandi. Af viðbrögðum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynduðu meiri hluta eftir síðustu kosningar var ljóst að lóðin yrði ekki afturkölluð á grundvelli þeirra sjónarmiða sem ég tefldi fram síðast. Nú eru hins vegar liðin tæp fimm ár án þess að nokkrar framkvæmdir séu hafnar. Því til viðbótar liggur nú fyrir að allar tilraunir Félags múslima á Íslandi til að fjármagna byggingu moskunnar hafa runnið út í sandinn. Félagið múslima á Íslandi stóð fyrir söfnun til að byggja moskuna. Þegar kvittur fór af stað um að Sádí-Arabar hyggðust fjármagna moskuna lýsti Salmann Tamimi formaður félagsins því yfir að engir fjármunir hefðu borist frá Sádum vegna bygginarinnar og að félagsmenn hans myndu einfaldlega leggja til það fé sem þyrfti. Á árinu 2016 hóf félagið opinbera söfnun til að fjármagna byggingu moskunnar. Alls bárust fjárframlög frá 19 aðilum og nam samanlögð fjárhæð þeirra 740 bandaríkjadölum. Þegar þetta er ritað eru engar framkvæmdir hafnar á lóðinni. Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns. Jafnframt er ljóst að borgaryfirvöld hafa engan áhuga á að moska verði reist fyrir slíkt fjármagn enda fylgja því jafnan ákveðin skilyrði. Þannig hafa víða verið settar reglur í nágrannalöndum okkar til að koma í veg fyrir að erlent fjármagn, þar á meðal frá Sádí-Arabíu, sé notað til að byggja moskur. Jafnframt hafa erlend yfirvöld gripið til aðgerða til að takmarka áhrif Sádí-Arabíu við stjórn slíkra moska. Fyrir á þessu ári bönnuðu yfirvöld í Belgíu afskipti Sádí-Araba af starfsemi Stórmoskunnar í Brussel. Því miður hafa þeir flokkar sem sitja nú á Alþingi hins vegar ekki haft dug í sér til að leggja fram frumvarp sem bannar fjármögnun og afskipti af þessum toga. Eina ráðið er því að afturkalla lóðarúthlutunina. Eftirfarandi rök eru fyrir afturkölluninni. Í fyrsta lagi var lóðarúthlutunin ólögmæt og ekki hægt að byggja hana á lögum um Kristnisjóð. Í öðru lagi hafa engar framkvæmdir verið hafnar á lóðinni þrátt fyrir að tæplega 5 ár eru liðin frá úthlutuninni, en samkvæmt almennum lóða- og framkvæmdaskilmálum, sem m.a. gilda um lóðir til trúfélaga, er kveðið á um eftirtalda framkvæmdafresti, a) undirstöðu og plata skulu steypt innan þriggja ára, b) hús skal vera fokhelt innan fjögurra ára, c) hús skal vera fullfrágengið að utan innan fimm ára og d) yfirborgð lóðar og frágangur við lóðarmörk skal lokið innan sex ára. Ljóst er að skilyrði, a, b og c hafa ekki verið uppfyllt. Í þriðja lagi liggur fyrir að ekki hefur tekist að fjármagna bygginguna hérlendis. Ég tel því að forsendur fyrir lóðarúthlutuninni séu brostnar. Ég legg því til að borgarstjórn fylgi eftir þeirri stefnu sem viðhöfð hefur verið um að framkvæmdir af þessum toga verði að hefjast innan þriggja ára ella sé lóðarúthlutunin afturkölluð, sjónarmið um aðstæður varðandi lóðarafturkallanir eftir hrun eiga ekki við nú á einum mesta hagvaxtaskeiði á landinu og borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08