Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2018 23:27 Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar. Kosningar 2018 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar.
Kosningar 2018 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira