Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 17:45 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent