Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 20:30 Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist Elliði Vignisson ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Skjáskot/Stöð 2 Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30