Ferðalagið tekur þrettán daga og spilar hann á þrettán stöðum. Gauti ætlar að senda frá sér þrettán vefþætti á túrnum og verða þættirnir sýndir hér á Vísi. Gauti Þeyr ætlar aðeins að nota íslenska tónlist í þáttunum eins og hann kom inn á á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá að íslenskir tónlistarmenn eru heldur betur til í aðstoða rapparann.
TÓNLISTARFÓLK ATH Þetta er staðlaður póstur á vini mína sem gera músík. Eins og þú kannski veist er ég að leggja af...
Posted by Gauti Þeyr on Tuesday, May 15, 2018
„Ef þú ert tónlistarmaður og ert til í að leyfa okkur að nota músíkina þína þá er ég að safna saman tónlist í möppu fyrir strákinn sem klippir saman þættina á meðan á túrnum stendur. Þú getur sent mér dropbox, wetransfer eða bara singla á emmsjegauti@gmail.com,“ segir Gauti og það stendur ekki á viðbrögðunum.
Meðal þeirra sem hvetja Gauta til að nota tónlist sína í þáttunum eru Páll Óskar, Ghostigital, Mammút, Dabbi T, Þórunn Antonía, The Vintage Caravan, Jónbjörn, Jack Magnet (Jakob Frímann), Amabadama, Mugison, Cyber, Dimma og Tanya Pollock.
Frekari upplýsingar um Íslandstúrinn 13 13 er að finna hér.