Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2018 21:30 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“ Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira